kr.23,213

NB-IOT Þráðlaus púlsteljari – vatn

Efento púlsteljari (síriti) er notaður til að fylgjast með vatnsrennsli í gegnum vatnsmæli. Hægt er að tengja við vatnsmæli sem útbúin er með púlsaútgang (pulse output).

Greining á gögnum í síritanum gerir kleift  að greina fljótt frávik og lágmarka áhrif vatnsleka og þar af leiðandi lækka vatnsreikninga. Sírtinn getur unnið með allt að þremur vatnsmælum samtímis. Gögnin eru sett fram í formi vatnsrennslis (í lítrum á mínútu) eða í formi vatnsnotkunar yfir ákveðið tímabil (í m³).

Efento NB-IoT púlsteljarar senda gögnin í gegnum farsímakerfi (Narrowband IoT) og þurfa engin viðbótartæki (beini, gátt o.s.frv.). Síritarnir geta einnig komið með Bluetooth Low Energy tengi, sem gerir fljótlega og auðvelda stillingu með snjallsíma. Nemarnir eru því annað hvort útbúnir Narrowband eða Bluetooth Low Energy tengi. Efento NB-IoT sírita er hægt að samþætta við hvaða skýja lausnir sem er.

  • Lágmarkslengd púls: 5 míkrósekúndu
  • Hámarkstímapúls: 200 míkrósekúndur
  • Studdir teljarar: NEI (Pull-up 3.6V)
  • Rafhlöður tryggja allt að 10 ára viðhaldsfrían rekstur
  • NB-IoT skynjarar senda gögnin yfir farsímanetið til Efento Cloud eða hvaða annars skýja lausnir sem er.
  • Mælitími: 1 mínúta – 10 dagar (hægt að stilla eftir þörfum notanda)
  • Hægt er að stilla viðvörunarmörk (ef farið er yfir eitthvað af viðmiðunarmörkunum mun síritinn senda tilkynningu)
  • Tækið geymir 40.000 mælingar í minni sínu, þegar minnið er fullt er skrifað yfir elstu mælingarnar
  • Stillingu síritans er hægt að breyta lítillega úr skýinu eða með farsímaforriti yfir Bluetooth

Áskrift á mælinum er 1100 kr. á mánuði með vsk