Laser skynjari fyrir olíuleka, mengun í vatni eða sjó.
Remote Optical Watcher- ROW
Sjálfvirkur snertilaus nemi sem greinir olíu í vatni. Neminn hentar vel á svæðum þar sem olía er meðhöndluð og mikilvæg er að hafa virkt eftirlit með olíumengun eða leka.
Hentar líka einkar vel til að vakta og hafa rauntímaeftirlit með vatnsbólum og vatnsuppsprettum þar sem snögg viðbrögð eru nauðsynleg til að koma í veg fyrir skaða.
- ROW greinir: Mótorolíur, túrbínuolíur, jurtaolíur, eldsneyti, sjávar dísel olíur, hráolíur, smurolíur, vökvaolíur, gasolíur og steinefnaolíur.
24/7 Virkt eftirlit, jafnvel við erfistu veðuraðstæður.
Dag og nótt, í köldu eða heitu veðri vaktar ROW olíumengun og hjálpar þér að finna og greina hver orsökin er fyrir olíumengun, styttir viðbragðtíma til aðgerða og kemur í veg fyrir langvarandi skaða í náttúru og umhverfi. Neminn er fáanlegur í skauthúðuðu áli, 316 steinless stáli og EXd húsi fyrir aðstæður þar sem sprenging og mikill eldur getur orðið.
Langur endingartími og lítið viðhald.
Neminn er harðgerður og IP68 vottaður, loft -og vatnsþéttur, fimm ára LED ending. Lítil orkunotkun <2W með möguleika á fjarstýringu með notkun sólarsellna og rafhlöðu.
Snertilaust eftirlitsnemi.
Einfaldari uppsetning, engar vatnsskemmdir og ekkert viðhald.
Leiðandi í næmni.
Með yfir 20 ára reynslu af rannsóknum og þróun hefur LDI hannað ROW nemann sem notast við UV ljósgeisla sem vekur upp náttúrulegt flúrljós í olíu. Neminn getur greint olíuslæðu sem er allt að 1 μm þykkt, ásamt því að lágmarka rangar viðvaranir.
Dæmi um starfssemi þar sem neminn kæmi að góðum notum til eftirlits.