Hraðaskiltin frá iSafe henta vel við ýmsar aðstæður. Ökumenn sjá hvað þeir keyra hratt á auðlesnum texta. Skiltið mælir og sýnir hraða ökutækis.
Hægt er að stilla skilaboð út frá hraða og setja texta á skiltið. Skiltið er með innbyggðum radar og færanlegt batterý, það er auðvelt í notkun og uppsetningu.
Hægt er að tengja skiltið við sólarsellu eða við götuljós.
Dæmi um notkunarmöguleika:
- Hraðaviðvaranir nálægt skólum
- Viðvaranir við byggingarsvæði
- Hraðaviðvaranir í íbúðabyggð
- Minnkun á slysahættu við iðnaðarsvæði