Innanhúss loftgæðamælir sem hentar jafnt fyrirtækjum og einstaklingum. Aðgangur í gegnum vefsíðu (e.Dashboard) eða app.  Hægt að sækja gögn í gegnum API.  Auðvelt að skoða gögn á skjá eða hlaða niður sem skrá t.d. excel eða csv.

kr.117,329

Awair Omni

Awair Omni var hannaður til að mæla og hafa eftirlit með loftgæðum hjá fyrirtækjum og stofnunum til að stuðla að heilbrigðum og öruggum loftgæðum á vinnustað og með því skapa betra, öruggara og heilsusamlegra vinnuumhverfi fyrir starfsmenn sem síðan skilar sér í aukinni framleiðni og ánægju starfmanna.

Með því að mæla agnir og rokgjörn lífræn efnasambönd í lofti ásamt rakastigi, þá má greina hvort hugsanlega sé myglusveppur að vaxa í húsnæðinu.

Awair Omni er viðurkenndur af RESET sem sérhæfir sig í græn vottun fyrir húsnæði.

Hægt að leigja á 20.800 kr með vsk á viku.

Aðgangur að hugbúnaðar stjórnborði (e. Dashboard) Awair fylgir með í 1 ár.

Heimasíða RESET

Mælieiningar
Awair Omni er með sjö mælieiningar sem veita vinnustaðnum rauntíma mælingar og eftirlit með loftgæðum vinnustaðarinns.
  • Hitastig
  • Rakastig
  • Birtustig
  • Hljóð
  • Svifryk (PM 2.5)
  • Rokgjörn efni (VOC)
  • Koltvíoxíð (CO2)
Neminn notast meðal annars við loftgæðavísi Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO)
Neminn greinir efnaútgufun, agnir og rokgjörn efni sem kunna að vera í andrúmsloftinu og
tilkynnir um þegar loftgæði nálgast hættumörk og eru ekki lengur heilsusamleg starfsfólki.

 

Fáðu leigðan

Hægt er að fá loftgæðamæla leigða í 1 mánuð eða lengur. Heyrðu í okkur með verð. sala@maelibunadur.is