Loftgæðamælir

Loftgæðamælar til leigu

Láttu okkur um að útvega loftgæðamæli til lengri eða skemmri tíma. Ekki fjárfesta um of á meðan þú ert að kanna stöðuna á loftgæðum innan- eða utandyra.

Fáðu leigðan loftgæðamæli frá AQMesh í einn mánuð eða lengur. Verðin taka mið af hvaða tegundir af gösum þarf að mæla? Þú útvegar rafmagn og við sjáum um rest.

Leigðu t.d. svifryksmæli sem mælir flestar kornastærðir (PM1, PM2.5,PM4,PM10 og TPC) á 67.000 kr. án vsk á mánuði.

Bjóðum upp loftgæðamæla sem geta mælt: Svifryk(PM), NO, NO2, O3, CO, SO2, H2S, CO2. Einnig hægt að fá hljóðmælingar, loftþrýsting, vindhraða og vindátt

Með öllum mælum fylgir með hita og rakastigsmæling!

Hvað þú færð

  • Loftgæðamæli sem stenst kröfur.
  • Aðgang að netsíðu sem sýnir niðurstöðurmælinga í nær-rauntíma.
  • Allur fjarskiptakostnaður er innifalinn.
  • Við tryggjum endurnýjun á síjum og annað viðhalda sem er hluti af rekstrarkostnaði loftgæðamæla.

AQMesh – Loftgæðamælir

Smáletrið

  • Lágmarksbinding er 1 mánuður.
  • Uppsetningar kostnaður er fast gjald út frá staðsetningu.
    • Innan höfuðborgarsvæðisins er það 30.000 kr án vsk.
  • Leigjandi útvegar rafmagn eða við útvegum sólarsellu/batterý gegn gjaldi.

Heyrðu í okkur

sala@maelibunadur.is eða info@vista.is og í síma 661-1169