Mælibúnaður ehf hefur hafið sölu á mælibúnaði frá Efento sem sérhæfir sig í nemum sem nota Bluetooth og NB-IoT samskiptatæknina.
Nemarnir henta einstaklega vel þegar ekki þarf að sýna mælingar í rauntíma. Heldur sendir neminn frá sér mæligildi á fyrirframskilgreindum tímum sem hægt er að skoða á vefnum. Neminn sendir viðvörun ef mæligildi fara niður- eða uppfyrir skilgreind viðmið og þannig látið vita ef hugsanleg bilun eða breyting á sér stað.
Kostir Narrowband
Orku- & kostnaðarsparnaður
Enginn vill vera að skipta um batterí á miklum fjölda skynjara á nokkura mánaðar fresti með öllum tilkostnaði sem það kallar á. Narrowband nemar nota mest af orku þegar þeir eru að senda frá sér gögn. Þannig að er hægt að ná fram umtalsverðum orku- og vinnusparnaði.
Áreiðanleiki
Narrowband samskipti eru örugg og áreiðanleg. Nemarnir nota lægri tíðni en 3G/4G og geta þannig verið á lokaðri stöðum svo sem inni í kælum og kjöllurum.

Tegundir nema sem hægt er að fá
- Hita nemar (-135°c til 70°C)
- Hita og rakanemar (-135°c til 70°C / 0 til 100% raka)
- Hita nemar með utanáliggjandi nema ( e. Probe) (-55°C til 125°C)
- Loftþrýstings- hita og rakanemar
- Vatnsnemar
- Vantnsnemar (e.water rope)
- Plast geta mælt hreyfingu á plasti – Opið/lokað nemar (e.Open/closed)
- Málmur geta mælt hreyfingu á málmi- Opið/lokið nemar (e. Open/closed)
- Púls nemar – virkar með öllum tækjum sem eru með púls útgangi
- Púls nemar rafmagn – virkar með öllum tækjum sem eru með púls útgangi
- Púls nemar vatn – virkar með öllum tækjum sem eru með púls útgangi

Sérfræðingar Mælibúnaðar geta veitt þér ráðgjöf í því hvaða nemar henta þér hverju sinni. Heyrðu í okkur sala@maelibunadur.is