Aldrei eins einfalt að koma upp öflugri veðurstöð.

Mælibúnaður hf getur nú boðið uppá öfluga veðurstöð, datalogger og gagnaþjónustu í einum pakka sem gerir þér kleift að nálgast þínar veðurmælingar og gögn hvar og hvenær sem er. Búnaðurinn sem við erum nú að bjóða uppá er frá framleiðandanum METER.

Pakkinn samanstendur af ATMOS 41 veðurstöð og ZL6 datalogger.

Atmos 41 veðurstöð mælir hita og rakastig, úrkomu, loftþrýsting, vindátt, vindhraða, vingust, eldingar og sólargeislun.

Atmos 41 er harðgerð veðurstöð með engum hreyfanlegum hlutum sem þýðir að hún þarfnast ekki viðhalds.

Þú einfaldlega stingur nemanum í samband við dataloggerinn.

ZL6 Datalogger er sjálfstæð gagnaskráningareining sem er ódýr og auðveld í uppsetningu og einfalt að nota,

ZL6 Datalogger er hannaður til að styðja við nema/mæla frá METER þar á meðal TEROS, ATMOS og PHYTOS nema.

ZL6 Datalogger er með 6 rásir sem hægt er að tengja METER nema við til að fylgjast með og mæla ýmsar breytur, þarfnast ekki frekari forritunar. ZL6 er með innbyggðum endurhlaðanlegum rafhlöðum ásamt sólarsellu. Er með innbyggt mótald (router) sem sendir mæligögn sjálfvirkt til eftirlitskerfis þar sem hægt er að tengjast hvar og hvenær sem er til að skoða veðurmælingarnar.

ZL6 er IP56 vottaður samkvæmt IP staðli sem þýðir að hann er veðurheldur.