Þrír loftgæðaþættir sem geta haft áhrif á inflúensu.

Þýdd grein af heimasíðu Awair

Hér fyrir neðan gerum við grein fyrir þremur helstu umhverfisþáttum sem geta veikt ónæmiskerfið og aukið viðkvæmni þína fyrir inflúensu.

1. Lágt hitastig

Þegar kólnar fer í veðri og þá sérstaklega yfir hávetur er algengt að flensur byrji að gagna yfir landið og er oft kallað flensutímabil.

Rannsóknir benda til þess að rínóveiran sem er leiðandi orsök kvefsins, lifi og dreifist á skilvirkari hátt við lægra hitastig. Þetta getur verið vegna þess að rínóveiran fjölgar sér betur við kólnandi hitastig eða þegar loftið er kalt og þurrt sem gerir veirunni kleift að viðhaldast lengur utan líkamans.

Rennandi nef af völdum kulda getur einnig aukið áhættu þína á sýkingu. Einstaklingur með nefrennsli á það til að snerta andlit sitt oftar sem eykur áhættu á veirusmiti af menguðu yfirborði í nefgöng. Að blása með nefi getur líka pirrað húðina, komið háræðunum nær upp á yfirborðið og veitt veirunni meiri beinan aðgang að blóðrásinni. Eins og þetta væri ekki nóg neyðir köld veðrátta okkur til að eyða meiri tíma innandyra þar sem líklegra er að náin snerting og mengun sé.

Sem sagt, veturinn er ekki eini tíminn þar sem hitastig ætti að vera okkur ofarlega í huga þínum. Þegar líða tekur á vor skaltu einnig huga að hitastigi og standast löngunina til að ofhita rými þegar sumarhitinn kemur inn.

2. Lágt rakastig

Lítið rakastig í lofti er önnur ástæða sem hefur áhrif á kvef og flensutímabil. Kalt loft inniheldur minni raka en heitt loft, þannig að rakastig úti í náttúrunni lækkar náttúrulega samhliða hitastigi. Hitakerfi innandyra eykur síðan á vandamálið með því að þurrka upp þann litla raka sem eftir er á skrifstofum og öðrum almenningsrýmum. Vísindamenn telja að umhverfi með lágt rakastig hjálpi veirum að dvelja í loftinu í lengri tíma með aukinni áhættu á afhjúpun og útbreiðslu.

Í einni sannfærandi CDC rannsókn notuðu vísindamenn gínu til að líkja eftir öndun og hósta í rými til að rannsaka og skoða með hvaða hætti inflúensa getur dreifst og hvaða áhrif rakastig getur haft á útbreiðslu.

Í þeim tilvikum þar sem rakastig innanhúss var lágt eða um 23% eða minna fundust enn í andrúmslofinu 70-77% smitandi veiruagnir sem höfðu verið hóstaðar í loftið klukkustund síðar.

Þegar rakastig í lofti var aukið í 43 prósent greindust aðeins 14% af smitandi veiruögnum í loftinu klukkustund síðar. Eins kom í ljós að hærra rakastig hafði þau áhrif að flestar agnir flensuveirunnar brotnuðu niður og urðu óvirkar eftir aðeins 15 mínútur.

Hver er niðurstaðan?

Mikilvægt er að huga að rakastigi innanhúss, sérstaklega í kringum árstíðabreytingar sem getur stuðlað að betra heilbrigði og loftgæðum allt árið um kring. Fjárfesting í góðu rakatæki getur einnig dregið úr ertingu í öndunarvegi og hjálpað til við að halda sameignlegum rýmum hreinum.

3. Mikið magn svifryks

Margar rannsóknir staðfesta tengsl  á milli svifryks (PM2.5) og langvarandi sjúkdóma eins og astma og exems. Fyrir fólk sem er með erfðafræðilega tilhneigingu til ákveðinna aðstæðna, þá getur loftmengun valdið því að einkennin komi fram.


Jafnvel ef þú sért einkennalaus getur langvarandi snerting við mikið magn svifryks haft áhrif á heilsufar ónæmiskerfisins. Rannsóknir sýna að mikil snerting við svifryk getur valdið langvarandi bólgu í öndunarvegi og aukið hættu á að fá öndunarfærasýkingu auk annarra langtíma fylgikvilla.


Hækkandi magn svifryks í umhverfi þínu getur einnig aukið náttúruleg ofnæmisviðbrögð og ónæmissvörun líkamans. Ofþensla svifryks getur að lokum leitt til ofnæmis (þ.e. ofnæmisþróunar).

Veist þú hvað er í loftinu sem þú andar að þér?

Þrátt fyrir að við getum ekki haft áhrif á skilyrðin utandyra þá getur þú gert ráðstafanir til að bæta umhverfi þitt innanhúss og stuðlað að betri loftgæðum.

Awair Omni loftgæðamælirinn fylgist með hitastigi, raka, svifryki, koltvíoxíð (CO2) rokgjörnum efnasamböndum (VOC) ásamt birtustig og hljóði sem gefur þér betri innsýn og veitir tillögur með hvaða hætti má bæta loftgæðin innanhúss.

Hér má finna frekari upplýsingar um loftgæðamælirinn