Öruggar Ethernet lausnir fyrir skip

Westermo er sænskur framleiðandi sem hefur verið í fremstur á meðal jafningja um áratugaskeið þegar kemur að öruggum lausnum og gagnasamskiptum fyrir iðnað.

Búnaður Westermo hefur verið vottaður af DNV GL sem er norsk vottunarstofa.

Vissir þú að segulsvið Lynx búnaðarins frá Westermo hefur svo lágt segulsvið að DNV hefur vottað og heimilað að óhætt sé að hafa Lynx búnað í allt að 5cm fjarlægð frá kompási á meðan flest allur annar búnaður má minnst vera í 20cm fjarlægð frá Kompásnum. Vissulega væri óvenjulegt að sjá Lynx búnað staðsettan í 5cm fjarlægð frá kompási, enn sú staðreynd undirstrikar aðeins það að óhætt sé að nota Lynx búnað í rými þar sem rafbúnaður og tæki gætu haft áhrif á segulsvið.

Image result for DNV GL westermo

Lynx og Redfox netskiptarnir frá Westermo eru knúnir af WeOs kerfi Westermo sem býður uppá öfluga netgetu. Fleiri og fleiri undirkerfi treysta á Ethernet tengingar sem kallar á aukna þörf fyrir undirkerfisnet. Þrátt fyrir augljósan ávinning á því að deila netauðlindum þá skal gæta þess að gögn frá einu kerfi hafi ekki neikvæð áhrif á hraða og getu annars kerfis. Ef við tökum dæmi um eftirlitsmyndavélar sem eru tengdar við netkerfi skipsins til að hafa eftirlit með ómönnuðum svæðum, mikið gagnamagn frá myndavélum gæti flætt um netið og hamlað virkni annarra kerfa ef flæði á milli kerfa sé ekki stýrt.

Með því að nota VLAN eða IGMP (snooping) þá er hægt að stjórna flæði þessa gagna og aðgreina frá hvort öðru. Einnig er hægt að nota eldvarnarvegglausn Westermo til að mynda örugg svæði og tryggja að aðeins nauðsynlegar upplýsingar fari á milli kerfa.

Mörg skip nú til dags eru búin breiðbandskerfi sem byggir á gervitunglum sem geta leyft fjartengingu. Með VPN getu Lynx og Redfox má búa til örugga tengingu við net -og undirkerfi skipsins sem opnar möguleika á fjareftirliti og tafarlausum stuðning ef vandamál kemur upp í kerfum skipsins.