Mælibúnaður hf hefur nú tekið í sölu AQMesh fjölmælir til mælinga og eftirlits á loftgæðum utandyra.
Nemarnir frá AQMesh eru framleiddir í Bretlandi og eru í háum gæðaflokki sem byggir á margra ára þróunn og þekkingu á framleiðslu umhverfisvöktunarbúnaðar sem uppfyllir alþjóðlega staðla.
Helstu kostir AQMesh nemana er að þeir eru hagkvæmir í rekstri og krefjast ekki sérfræðikunnáttu til að setja búnað upp. AQMesh er þráðlaus og með innbyggðum 4G fjarskipabúnaði sem gerir nema kleift að senda á mínútu fresti mælingar til eftirlitskerfis. Hægt er að tímastilla hversu oft mælingar eru gerðar. Einn af kostum AQMesh er sá að hægt er að velja um þær mælieingar sem þú vilt hafa eftirlit með og þannig komið upp eftirlitskerfi sem hentar þínum þörfum.

Mælieingar sem standa til boða
Gastegundir: NO, NO2, NOx, O3, CO, SO2, H2S og CO2
Svifryk: PM1, PM2.5, PM4 og PM10
Vindur: Vindátt, Vindhraði og loftþrýstingur
Hita og rakastig
Hljóðstyrkur