Solinst DataGrabber

Um árabil hefur Mælibúnaður boðið viðskiptavinum sínum uppá Solinst nema til vatnamælinga sem eru með innbyggðum síritunarbúnaði sem skráir og vistar mælingarnar í nemanum. Þessir nemar eru mikið notaðir á Íslandi og oft á tíðum eru þeir skildir eftir í ákveðinn tíma þar til eftirlitsmaður sækir þá og les úr þeim mælingarnar. Nú er komin hentug lausn frá Solinst sem kallast DataGrabber sem gerir eftirlitsaðila kleift að tengja búnaðinn beint við nemann, síðan er USB lykli stungið í DataGrabber, þrýst á hnapp sem síðan færir öll mæligögn yfir á USB lykilinn sem einfaldar lífið og sparar um leið tíma fyrir eftirlitsaðila.

DataGrabber fyrir Leveloggers nema er hagkvæm og einföld aðferð fyrir notendur Leveloggernema til að færa mælingar beint yfir á USB lykill í stað þess að fara með nemann heim til að lesa úr þeim.

Hér má finna frekari upplýsingar um DataGrabber á heimasíðu Mælibúnaðar.