Mælibúnaður hf hefur nú hafið sölu á sjálfvirkum snertilausum eftirlitsnema frá LDI sem greinir olíu í vatni og sjó í rauntíma og sendir frá sér viðvörun á sömu sekúndu og olía greinist. LDI býr yfir tuttugu ára reynslu af rannsóknum og þróun búnaðar sem síðan fæddi af sér LDI ROW nemann.
Mikilvægt er að hafa virkt eftirlit með þeim svæðum þar sem mikið af olíu er meðhöndluð og leki eða slys getur haft langvarandi afleiðingar á náttúru og umhverfi. Neminn hefur líka mikið verið notaður til að vakta vatnsból og vatnsuppsprettur þar sem snögg viðbrögð skipta höfuðmáli ef að eitthvað kemur uppá.

Hér má sjá nánari upplýsingar um nemann.