Heimasíða PCSchematic

Danska fyrirtækið PCSchematic A/S hefur þróað teikniforritið PCSchematic síðan 1980. Forritið er sérhæft fyrir rafmagnshönnuði til að hanna og teikna rafmagnskerfi og -stýringar. Forritið heldur utan um tengilista og efnislista og er með ýmsum eiginleikum sem einfalda teiknvinnu, t.d. sjálfvirkar tengingar milli hluta. Viðamikið táknasafn fylgir forritinu og auk þess útvega flestir framleiðendur eigið táknasafn yfir rafmagnshluti og útlit þeirra.
PCSchematic er mjög öflugt og jafnframt auðvelt í notkun. PCSchematic er víða notað hér á landi í rafmagnsdeildum iðnskóla og fjölbrautarskóla, til að þjálfa nemendur í rafmagnsteikningum