LabVIEW

Fyrsta LabVIEW kerfið var sett á markað 1986 og vakti strax afar mikla athygli. Í fyrsta sinn kom á markaðinn hugbúnaður, sem gerði tæknimanni kleift að hanna, forrita og setja upp mælikerfi á 1 degi.

LabVIEW er eina forritunarmálið, sem forritað er á myndrænan hátt. Það gerir forritun hraðvirka og hnitmiðaða. Í fjölda prófana hafa lausnir í LabVIEW unnist á helmingi skemmri tíma en lausnir gerðar með öðrum hugbúnaði. Með LabVIEW má gera skjákerfi fyrir reglun, keyrslu á vélmennum, tölvukerfi með sjón, hugbúnaðarkerfi sem tengjast Internetinu, og skiptast á upplýsingum við önnur forrit. Með OPC (Ole for Process Control) má tengjast stýrivélum. Tengjast má gagnagrunnum og senda upplýsingar um Ethernet. LabVIEW er afar gott alhliða forrit til hugbúnaðargerðar.

Heimasíða National Instruments